135. löggjafarþing — 108. fundur,  26. maí 2008.

grunnskólar.

285. mál
[17:01]
Hlusta

Höskuldur Þórhallsson (F):

Virðulegi forseti. Sú breytingartillaga sem hér hefur verið borin fram er mjög einföld og ég hafna því, sem hefur komið fram í málflutningi stjórnarliða, nú síðast frá hv. þm. Guðbjarti Hannessyni, að breytingartillögur minni hlutans hafi ekki fengið næga umfjöllun í nefnd. Þessi umræða um 2. gr. um breytingartillöguna, einnig um kristnu gildin, tengist öll þessari umræðu um mannréttindi sem og sú breytingartillaga sem við framsóknarmenn leggjum fram ásamt frjálslyndum um 25. gr. Ég vona að þessum ósanngjarna málflutningi verði ekki haldið áfram.

Við framsóknarmenn munum að sjálfsögðu styðja það að orðið „mannréttindi“ komi inn í 2. gr. laganna.