135. löggjafarþing — 111. fundur,  28. maí 2008.

breyting á lögum á auðlinda- og orkusviði.

432. mál
[10:19]
Hlusta

Grétar Mar Jónsson (Fl):

Herra forseti. Tillaga mín um 35 ár er náttúrlega þannig til komin að ef við lítum 35 ár til baka hafa orðið mjög miklar breytingar bæði í tækni og verðlagningu á orku og öðru í þeim dúr. Þess vegna leggjum við til að þetta verði ekki nema 35 ár og þegar 10 ár eru eftir af þessum 35 árum, eða 25 ár liðin, geti menn samið aftur um lengingu á samningum um orkuauðlindirnar. En það er auðvitað mikill munur á mér og hv. þm. Pétri Blöndal. Ég vil að þetta sé í almannaeigu en ekki í séreign.