135. löggjafarþing — 118. fundur,  4. sept. 2008.

Viðlagatrygging Íslands.

651. mál
[12:34]
Hlusta

iðnaðarráðherra (Össur Skarphéðinsson) (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Bara til þess að upplýsa mig og til þess að umræðunni vindi betur fram langar mig til þess að koma með eina spurningu til hv. þm. Jóns Bjarnasonar. Hv. þingmaður kvartaði undan því að ríkisstjórnin hefði ekki látið fjárlaganefnd vita um þetta mál. Mig langar til þess að spyrja hv. þingmann: Af hverju átti ríkisstjórnin að koma með þetta mál til fjárlaganefndar?