135. löggjafarþing — 122. fundur,  11. sept. 2008.

fundarstjórn.

[11:05]
Hlusta

Forseti (Sturla Böðvarsson):

Forseti vill geta þess og undirstrika að hann er ekki sammála hv. þingmanni um að það þurfi að breyta hugmyndinni á bak við þennan dagskrárlið.

Það hefur komið fram gagnrýni vegna þess að það hefur gerst oftar en einu sinni að þingmenn sem hafa beðið um orðið og fengið orðið hafa komið og rætt um allt annað mál en það mál sem þingmaður, málshefjandi, hóf að ræða og hafði beint spurningum til formanns þingnefndar eða formanns þingflokks o.s.frv. Forseti vildi gera þessa tilraun núna — hún er ekkert njörvuð niður — til að reyna að skapa meiri festu í þessari umræðu og gefa þeim þingmönnum sem spurningar eru bornar upp til tækifæri til að svara. Það hefur gerst vegna þess hversu margir báðu um orðið að sá þingmaður sem spurningu var beint til komst ekki að til þess að ræða um málið aftur.

Hvað um það, við þróum þessi þingsköp áfram og þessi tilraun í dag er til skoðunar áfram. Ábendingar hv. þingmanns verða að sjálfsögðu skoðaðar og við sjáum hvernig okkur tekst að þróa þessa umræðu eins og hún hefur verið hér í dag.