136. löggjafarþing — 58. fundur,  15. des. 2008.

fjárlög 2009.

1. mál
[23:52]
Horfa

Illugi Gunnarsson (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég fullyrði að þær aðgerðir sem ríkisstjórnin hefur lagt hér til og hafa fengið umfjöllun í fjárlaganefnd eru allar markaðar því að menn eru að reyna að ná árangri í því að draga sem mest úr þeim halla sem við stöndum frammi fyrir í ríkisfjármálunum. Að öðru leyti vísa ég til fyrra svars míns.