136. löggjafarþing — 59. fundur,  16. des. 2008.

fjárlög 2009.

1. mál
[15:13]
Horfa

Álfheiður Ingadóttir (Vg):

Herra forseti. Með samþykkt þessa liðar í frumvarpinu eru ákvæði núgildandi laga um að sjúkrahúsvist á Íslandi skuli vera ókeypis numin úr gildi og ógilt. Hér er brotið í blað. Á næsta ári eiga sjúklingar að borga sig inn á spítalana á Íslandi. 360 millj. kr. á að tína upp úr vösum veikra einstaklinga sem þurfa að leita á náðir heilbrigðisþjónustu okkar.

Það sem verra er, er að þessi svívirðilega gjaldtaka er réttlætt með þeim orðum að hér sé verið að skapa jafnræði. Þetta kemur frá hinum nýja jafnræðisflokki, Samfylkingunni, eða hvað? Þetta er hörmulegt en þetta er samkvæmt ábendingum OECD og samkvæmt (Forseti hringir.) tilskipun og fyrirskipun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og þá fær allt þetta lið á bekkjunum í hnén og segir já.