136. löggjafarþing — 82. fundur,  17. feb. 2009.

umræða um frumvörp um eftirlaun.

[14:16]
Horfa

Forseti (Guðbjartur Hannesson):

Að gefnu tilefni vill forseti taka fram að það er rétt hjá hv. þm Arnbjörgu Sveinsdóttur að ég hafi talað um að taka tvö mál samhliða. Það var brotið að ósk Sjálfstæðisflokksins með því að krefjast þess að ég tæki inn greiðsluaðlögunarmálið á undan og biði ekki eftir stjórnarfrumvarpi sem ég var búinn að boða. Ég ætla að leyfa mér að taka það hlutverk alvarlega að stjórna þinginu en eltast ekki við óskir einstakra þingmanna eða flokka beint úr fundarsal en ég óska eftir góðu samstarfi við undirbúning funda áfram sem hingað til. Við munum svo ræða í framhaldinu við þingflokksformenn um forgangsmálin sem óskað er eftir að tekin verði til afgreiðslu. Fjölmörg þingmál bíða sem þingmenn hafa óskað eftir að koma á dagskrá og ég hef óskað eftir því við þingflokksformenn og þá sem sitja í forsætisnefnd að fulltrúar flokkanna forgangsraði málum til mín og þetta er ekki eitt af þeim málum.