136. löggjafarþing — 83. fundur,  18. feb. 2009.

málefni aldraðra.

303. mál
[15:31]
Horfa

Sturla Böðvarsson (S):

Hæstv. forseti. Ég vil þakka fyrirspurnina sem hér er til umræðu og þau svör sem komu frá hæstv. ráðherra. Ég tek undir það sem hv. þm. Ragnheiður Ríkharðsdóttir sagði um hlut sveitarfélaga. Ég tel að það sé farsælast til framtíðar að sveitarfélögin sjái sem mest um öldrunarþjónustuna, alla þætti hennar, einnig heimahjúkrun og heimilishjálp.

Ég vildi nota tækifærið — vegna þess að hæstv. ráðherra er væntanlega að líta yfir verkefnin á þessu sviði í ráðuneytinu, þó að stuttur tími sé til ráðstöfunar — og nefna málefni sem allt of lengi hefur verið látið sitja á hakanum en það er endurbætt þjónusta Dvalarheimilisins í Borgarnesi. Þar er aðstaða algerlega ófullnægjandi og sveitarfélögin hafa boðist til að leggja verulega fjármuni til þess verks. Ég hvet ráðherrann til að taka það mál sérstaklega upp.