136. löggjafarþing — 87. fundur,  24. feb. 2009.

Byggðastofnun.

[14:03]
Horfa

Valgerður Sverrisdóttir (F):

Hæstv. forseti. Ég tel mikilvægt að vita um þau áform sem þarna eru uppi vegna þess að við erum að tala um mjög mikilvæga stofnun, Byggðastofnun. Ég neita því ekki að mér finnst núna á seinni missirum sem Byggðastofnun hafi verið minna í umræðunni í sambandi við byggðamál en oft áður og velti fyrir mér hvers vegna það sé, hvort það sé vegna þess að stofnunin er þess ekki megnug að taka á þeim málum sem upp koma á viðkomandi stöðum sem oft eru erfið út frá atvinnu.

Ég spyr því aftur; ef hæstv. ráðherra gæti svarað því: Hvernig er fjárhagsstaða stofnunarinnar? Sinnir hún landsbyggðinni með þeim hætti sem hann telur mikilvægt?