136. löggjafarþing — 91. fundur,  3. mars 2009.

opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi og verðbréfaviðskipti.

358. mál
[15:40]
Horfa

viðskiptaráðherra (Gylfi Magnússon) (andsvar):

Virðulegi forseti. Vegna fyrirspurnar hv. þm. Guðfinnu S. Bjarnadóttur um hvað líði vinnu sérfræðings sem fenginn var til þess að fara yfir þessi eftirlitsmál öllsömul, þá er því til að svara að þessi vinna er í gangi og ég hef engar upplýsingar um að hún hafi tafist. Ég tel því enga ástæðu til annars en að ætla að hún sé á áætlun. Þessi sérfræðingur, sem er finnskur, er með aðsetur í Fjármálaeftirlitinu og vinnur þetta starf í náinni samvinnu við starfsfólk þar og hefur stuðning af því og ég veit ekki betur en það sé allt saman á áætlun.