136. löggjafarþing — 92. fundur,  4. mars 2009.

dagskrá og fyrirkomulag þingfunda.

[12:08]
Horfa

Siv Friðleifsdóttir (F):

Virðulegur forseti. Það er rétt að haft var samband við þá er hér stendur í gær vegna kvöldfundar og við gerum ekki athugasemd við það að halda kvöldfund, það liggur mikið fyrir í þinginu. Auðvitað er alltaf heppilegra að umræða fari fram í einu rennsli, eins og hv. þm. Arnbjörg Sveinsdóttir bendir á, en ég vil þó halda því líka til haga að 1. flutningsmaður sem mun tala hér á eftir, hv. þm. Lúðvík Bergvinsson, gerir grein fyrir máli sem allir þingflokkar eru á — nema Sjálfstæðisflokkurinn. Þar koma fram rökin fyrir persónukjörinu og síðan mun talsmaður Sjálfstæðisflokksins væntanlega tala fyrir einhverjum öðrum sjónarmiðum, hugsanlega gegn persónukjöri eða einhverjum öðrum sjónarmiðum þannig að í því rennsli eiga að koma fram sjónarmið allra þingflokka. Síðan verður gert hlé á umræðunni og hún fer í gang aftur síðar. (Forseti hringir.) Sjónarmið flutningsmanna eiga að koma fram og síðan sjónarmið þess þingflokks sem ekki stendur að málinu.