136. löggjafarþing — 92. fundur,  4. mars 2009.

dagskrá og fyrirkomulag þingfunda.

[12:09]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S):

Herra forseti. Dreift hefur verið á borð þingmanna dagskrám, tveimur dagskrám fyrir daginn í dag, þ.e. 92. fundar og 93. fundar. Ég sé ekki á þeirri dagskrá, þeirri seinni, að það eigi að ræða þetta mál. Er þá fyrirhugað að halda enn einn fund eða hvernig hefur herra forseti hugsað sér málið? Mér finnst þetta allt dálítið óljóst og erfitt að átta sig á þessu. Ég verð að segja eins og er að þótt maður hafi skilning á því að ríkisstjórnin og ríkisstjórnarflokkarnir séu að reyna að koma mörgum málum í gegn og reyna að flýta fyrir því, er dálítið undarlegt að þurfa að hlusta fyrst á framsöguræðu og bíða svo kannski í einn dag og fá þá að ræða málið.