136. löggjafarþing — 95. fundur,  5. mars 2009.

sameining bráðamóttöku í Fossvogi og við Hringbraut.

[10:33]
Horfa

Ólöf Nordal (S) (um fundarstjórn):

Hæstv. forseti. Mig langar aðeins að inna hæstv. forseta eftir því hvort hann geti athugað með skipulag á fyrirkomulagi um óundirbúnar fyrirspurnir. Það er nokkuð um liðið síðan hæstv. samgönguráðherra hefur verið viðstaddur óundirbúinn fyrirspurnatíma. Ég hef haft í huga spurningu til hans um hálfsmánaðarskeið en hef ekki orðið vör við að hann hafi verið viðstaddur af einhverjum ástæðum, sennilega vegna anna. Mig langar til að biðja hæstv. forseta um að beina því til hæstv. samgönguráðherra að hann verði viðstaddur fyrirspurnatímann í næstu viku.