136. löggjafarþing — 96. fundur,  6. mars 2009.

virðisaukaskattur.

289. mál
[15:14]
Horfa

Gunnar Svavarsson (Sf):

Virðulegur forseti. Hér er verið að greiða atkvæði um smábreytingartillögu sem við flytjum saman, ég og hv. þm. Árni M. Mathiesen, hafnfirska tillögu má segja, hv. hafnfirskur þingmaður Árni M. Mathiesen. (Gripið fram í.) Hér er víkkaður sá þáttur sem lýtur að hönnuðum þannig að enginn vafi leiki á þegar menn fara að „vaska“ til baka þessi 20% eins og við höfum farið yfir í umræðunni þannig að byggingarfræðingar falli inn í þann hóp líkt og er skilgreint með hönnuði og eftirlitsaðila í skipulags- og byggingarlögum, nr. 73/1997, með síðari breytingum. Ég segi já.