136. löggjafarþing — 97. fundur,  9. mars 2009.

skyldutrygging lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða o.fl.

321. mál
[22:22]
Horfa

Guðfinna S. Bjarnadóttir (S) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Ég sé mig knúna til að koma í ræðustól. Hér mælti hæstv. utanríkisráðherra, þingreyndur maður, og gerði það að umtalsefni að sú sem hér stendur hafi staðið upp í þessu máli og rætt í andsvörum við þingmenn í Sjálfstæðisflokknum, ég sem hafi á sínum tíma, ef ég man rétt sem hann sagði, ekki viljað að við eyddum tímanum til einskis í þingsalnum.

Ég ætla að upplýsa hæstv. ráðherra um það að ég hef tekið þátt í þessari umræðu (Utanrrh.: Og átt eftir að gera það.) og á eftir að gera það og hef þegar gert það líka. (Gripið fram í: Þú ert að eyða tímanum.) Ég er ekki að eyða tímanum. (Gripið fram í.) Ég tel mjög mikilvægt (Forseti hringir.) að við ræðum þetta mál og ég tel að með þessu frumvarpi séum við að koma séreignarsparnaði okkar og lífeyrissjóðunum í stórhættu og ef ekki á að ræða þau mál þá veit ég ekki hvaða mál á að ræða. Þetta er einmitt eitt af málunum sem á að ræða.