136. löggjafarþing — 111. fundur,  23. mars 2009.

stjórnarfrumvörp um efnahagsmál.

[16:15]
Horfa

Jón Gunnarsson (S):

Virðulegi forseti. Hæstv. forsætisráðherra svaraði alls ekki spurningunni sem kom fram áðan sem er mjög brýnt að verði svarað. (Gripið fram í.) Það er mjög brýnt að þessari spurningu verði svarað. Hún vænir fyrirtæki um siðleysi og ég spyr hvort það gildi eingöngu um einkafyrirtæki en ekki um ríkisfyrirtæki.

Það er ljóst að Íslandspóstur skilaði 78 millj. kr. hagnaði á síðasta ári. Ríkissjóður lét hann greiða sér 80 millj. kr. í arð sem er um 6% arðsemi af nafnvirði hlutafjár. Gildir þetta eingöngu um einkarekstur í landinu en ekki ríkisfyrirtæki?

Ætlar hæstv. forsætisráðherra að beita sér fyrir því að launahækkanir til starfsmanna Íslandspósts verði teknar í gildi? Hæstv. ráðherra verður að svara þessari brýnu spurningu.