136. löggjafarþing — 118. fundur,  31. mars 2009.

greiðsluaðlögun fasteignaveðkrafna á íbúðarhúsnæði.

461. mál
[14:38]
Horfa

Guðlaugur Þór Þórðarson (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það er vissulega fagnaðarefni þegar kemur að einhverju máli sem tengist hagsmunum heimilanna, og þótt fyrr hefði verið. Því ætla ég ekki að eyða mörgum orðum í það en held að flestir sem hlustuðu á framsöguræðuna séu kannski ekki miklu nær um út á hvað þetta mál gengur. Ég vildi bara spyrja tveggja einfaldra spurninga.

1. Hvað kostar þetta ríkissjóð?

2. Hvað þýðir þetta mál fyrir þennan venjulega einstakling eða fjölskyldu í vandræðum?