136. löggjafarþing — 124. fundur,  2. apr. 2009.

stjórnarskipunarlög.

385. mál
[11:52]
Horfa

Forseti (Guðbjartur Hannesson):

Forseti getur upplýst að hann er búinn að gera dagskrá fyrir daginn og hún stendur en hann er ávallt reiðubúinn til að ræða frekar við þingflokksformenn um dagskrárgerð. Það var gert síðast nýlega þar sem rætt var um þau mál sem þyrfti að ljúka og forseti mun ávallt vera tilbúinn til að skoða það ef óskað er eftir og sátt er um að tryggja að framgangur mála verði hraður. Um það náðist ekki samkomulag fyrr en seint að taka þrjú mál af tuttugu í gegn í gærkvöldi og það var því ákvörðun forseta að hafa þessa röð mála í dag til að hleypa mjög mikilvægu máli inn í umræðu í þinginu. (Gripið fram í.)