136. löggjafarþing — 124. fundur,  2. apr. 2009.

stjórnarskipunarlög.

385. mál
[16:58]
Horfa

Ellert B. Schram (Sf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Jú, jú, það er alveg hægt að taka undir það að hvert og eitt ákvæðið er mikilvægt og gæti út af fyrir sig staðið eitt og sér. Ef niðurstaðan í nefndinni hefði orðið sú að samþykkja með atkvæðum allra að taka út þetta tiltekna ákvæði sem hv. þingmaður nefndi hefði ég staðið að því. Það var bara ekki samkomulag um það, það var búið að leggja fram frumvarp með ákveðnum tillögum — (Gripið fram í: Hverjir voru á móti því?) Ég sagði að það hefði ekki verið samkomulag um það og læt mér nægja að svara því þannig eins og ég gerði áðan, að allir stjórnmálaflokkarnir komu að þessu máli og með tilliti til þess samstarfs og þeirrar samvinnu sem þar er höfð, milli þeirra fjögurra flokka sem standa að frumvarpinu varð þetta niðurstaðan og auðvitað stend ég með mínum meiri hluta, minni stjórn og mínum flokki.