136. löggjafarþing — 124. fundur,  2. apr. 2009.

stjórnarskipunarlög.

385. mál
[21:20]
Horfa

Lúðvík Bergvinsson (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það er einmitt þessi rökræða, þessi innihaldslausu stóryrði þar sem menn eru sakaðir um blekkingu, sem er að draga þessa umræðu niður á slæmt plan. (Gripið fram í: Það eru þín orð.)

Staðreyndin er sú að flokkunum á Alþingi hefur ekki auðnast að gera breytingar á stjórnarskrá eða heildarendurskoðun allt frá árinu 1944. (Gripið fram í.) Við erum að tala um stjórnlagaþingið. Það er það sem við erum að tala um. Allt frá árinu 1944, eins og lagt var upp með þá.

Þess vegna leggjum við hér til að þjóðin kjósi einstaklinga í persónukjöri til að sitja þetta stjórnlagaþing, (Gripið fram í.) ekki á grundvelli flokka, eins og hv. þm. Pétur Blöndal hótaði hér áðan að hann ætlaði að beita íhaldinu fyrir sig til að ná áhrifum á stjórnlagaþingi. Nú eigum við að kjósa með persónukjöri en ekki af listum inn á stjórnlagaþing sem á að takast á við þetta verkefni. (Gripið fram í.) Í báðum tilvikum (Forseti hringir.) er það þjóðin, þaðan sem valdið er sprottið, sem velur fulltrúa sína (Forseti hringir.) inn á þing. (Forseti hringir.) Virðulegi forseti. Staðreyndin (Forseti hringir.) er sú (Forseti hringir.) að það er (Forseti hringir.) rétt hjá hv. þm. Sturlu Böðvarssyni að (Forseti hringir.) enginn grundvallarmunur er á þessu. (Forseti hringir.) Þannig að við erum kannski í reynd sammála.