136. löggjafarþing — 128. fundur,  7. apr. 2009.

röð mála á dagskrá o.fl.

[11:03]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S):

Herra forseti. Í mótmælunum í haust var mikil krafa um að lýðræði yrði aukið. Lýðræði út um allt og gagnsæi alls staðar. Hér liggja fyrir tvær tillögur þar sem meiri hluti alþingismanna eru flutningsmenn á. Að sjálfsögðu eiga slíkar tillögur að fara strax á dagskrá, herra forseti, vegna þess að meiri hluti Alþingis hlýtur að ráða. Það hlýtur að vera krafa þeirra sem vilja lýðræði að meiri hluti alþingismanna ráði á Alþingi.