136. löggjafarþing — 130. fundur,  8. apr. 2009.

stjórnarskipunarlög.

385. mál
[12:37]
Horfa

Herdís Þórðardóttir (S) (um fundarstjórn):

Hæstv. forseti. Það er ekki oft sem manni blöskrar en mér blöskrar málflutningur hv. þm. Marðar Árnasonar. Ég frábið mér að hlusta á hann tala úr ræðustóli Alþingis eins og hann hefur gert, með svívirðingar á hendur forseta þingsins.

Ég veit ekki betur en að við sjálfstæðismenn höfum þurft að hlusta á svívirðingar hans til okkar vegna málflutnings okkar í því máli sem nú er til umræðum, í umræðum um stjórnarskrána. Mér finnst þetta með ólíkindum að maðurinn skuli koma hér inn sem varaþingmaður og ausa úr skálum reiði sinnar yfir þingheim, ef mönnum þóknast ekki málflutningur hans þá er allt ómögulegt.

Ég bara hafna því algjörlega að við séum að umhverfast í málflutningi okkar. Mér finnst orð hans dæma sig sjálf og hvernig hann kemur fram og í því sambandi hvernig hann talar til hv. þm. Kristins H. Gunnarssonar. (Forseti hringir.) Mér finnst þetta fyrir neðan allar hellur.