136. löggjafarþing — 130. fundur,  8. apr. 2009.

stjórnarskipunarlög.

385. mál
[17:40]
Horfa

Arnbjörg Sveinsdóttir (S) (um fundarstjórn):

Hæstv. forseti. Ég tek undir þær óskir að flutningsmenn málsins séu hér til staðar. Ég óska eftir því að forseti á forsetastóli lýsi því hvort hann hefur einhverjar hugmyndir um það hvort flutningsmennirnir muni koma til umræðunnar á þessu kvöldi. Mér þætti vænt um að fá skýr svör um hvort það verði þannig eða hvort við þurfum að endurtaka ræður okkar hér síðar til þess að flutningsmenn málsins hlýði á þau rök sem hér koma fram og geti þá tekið afstöðu til þess hvort þeir vilji beita sér í því að breyta eitthvað því máli sem hér liggur fyrir.

Það er algjörlega nauðsynlegt að forseti lýsi því fyrir okkur af forsetastóli hvort flutningsmenn málsins muni koma til umræðunnar.