136. löggjafarþing — 132. fundur,  15. apr. 2009.

lífsýnasöfn.

123. mál
[22:03]
Horfa

Björn Bjarnason (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég fullvissa hv. þingmann um að reglurnar eru til og ekki væri hægt að nýta slík gögn nema af því að til eru opinberar reglur um meðferð þeirra. Það hefur hins vegar verið spurning um framkvæmdina vegna tengingar við hina alþjóðlegu aðila og ég held að DNA-rannsóknir á vegum lögreglu hér fari oft fram í Noregi og að leitað sé upplýsinga í Noregi, eins og oft hefur komið fram í fréttum þannig að þetta samstarf er fyrir hendi. Að sjálfsögðu væri ekki hægt að nota þessi sýni nema af því að það eru lagaheimildir til þess og reglur sem gilda um það.

Ég held hins vegar að það sé, eins og komið hefur fram í umræðum okkar hér, mjög gagnlegt að það sé ákveðin brú þarna á milli þannig að vitneskja liggi fyrir og menn átti sig á því að þessi lífsýni skipta máli ekki síður en þau sem notuð eru til læknisrannsókna.