136. löggjafarþing — 132. fundur,  16. apr. 2009.

hlutafélög og einkahlutafélög.

356. mál
[00:22]
Horfa

Lúðvík Bergvinsson (Sf) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Af því að hv. þm. Ásta Möller talaði um að það væri mikilvægt að hv. þingmenn Sjálfstæðisflokksins gætu skipulagt sig þá ætla ég að hrósa þeim fyrir vel skipulagt málþóf sem hér hefur verið í nokkra daga. (Gripið fram í.) Ég vil segja það af þessu tilefni að þeir hafa tjáð sig mjög ítarlega um hin ýmsu mál, hvort sem þau eru lítil eða stór, og ætíð hefur einhver verið tilbúinn að koma og ræða málið þegar sá síðasti hefur lokið máli sínu. Ég kom fyrst og fremst hér upp til þess að hrósa þeim fyrir skipulagt málþóf til þess að koma í veg fyrir (Gripið fram í.) þjóðareign á auðlindum og það að þjóðin geti látið fram skoðun sína í þjóðaratkvæðagreiðslu.