136. löggjafarþing — 132. fundur,  16. apr. 2009.

hlutafélög og einkahlutafélög.

356. mál
[00:27]
Horfa

Arnbjörg Sveinsdóttir (S) (um fundarstjórn):

Hæstv. forseti. Með allri vinsemd, eins og bent hefur verið á þá eru tveir ræðumenn eftir í 10. málinu, sem heitir hlutafélög og einkahlutafélög. Næst á dagskrá er 11. málið, sem heitir endurskipulagning þjóðhagslegra mikilvægra atvinnufyrirtækja og þar má sjá á dagskránni að muni vera tvö nefndarálit og breytingartillögur og ýmislegt sem greinilega kallar á umræðu og ekki síður að framsögumenn þessara nefndarálita verði til staðar. Nú hlýtur forseti að geta svarað okkur því hvort við eigum að fara að kalla út þessa framsögumenn nefndarálita, eða ætlar forseti að láta líða að því að menn geti ekki mætt til fundarins? Er það meining hæstv. forseta? Eða ætlar hæstv. forseti að sleppa þessu máli (Forseti hringir.) og taka næsta mál á dagskrá sem er (Forseti hringir.) um heimild til samnings um álver í Helguvík? Gæti hæstv. forseti svarað mér þessu? (Forseti hringir.)