136. löggjafarþing — 132. fundur,  16. apr. 2009.

hlutafélög og einkahlutafélög.

356. mál
[00:59]
Horfa

Lúðvík Bergvinsson (Sf) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Hæstv. forseta er nokkur vandi á höndum. Sennilega er ræður um fundarstjórn forseta farnar að nálgast 500 og (Gripið fram í.) fyrir 15 mínútum eða svo fór hér fram ákveðin senna um fundarstjórn forseta. Þá var krafan skýr, öll mál af á dagskrá. Nú 15 mínútum síðar situr forseti uppi með kröfu um öll mál á dagskrá. Hv. þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa talað hér í eina 14, 15 klukkutíma og því komið í veg fyrir að mál komist á dagskrá. Ég vil bara segja um þetta, virðulegi forseti: Þú átt alla mína samúð við að reyna að mæta kröfum hv. þingmanna Sjálfstæðisflokksins vegna þess að þær breytast á 15, 20 mínútna fresti og það getur verið þrautin þyngri að fylgja þeim eftir á þann hátt sem þær eru bornar hér fram.