136. löggjafarþing — 133. fundur,  16. apr. 2009.

sjúkraskrár.

170. mál
[15:24]
Horfa

heilbrigðisráðherra (Ögmundur Jónasson) (Vg) (um fundarstjórn):

Já, það er ágæt bók, hæstv. forseti, Frelsið eftir John Stuart Mill og reyndar ein af mínum uppáhaldsbókum. Ég get alveg fullyrt það við hv. þingmann að ég hef engu gleymt í tilraunum okkar til að bjarga því að Ríkisútvarpið yrði eyðilagt. Sjálfstæðisflokkurinn setti fram ein þrjú frumvörp (SKK: Enda tókstu þér ...) um það mál. Þau bötnuðu alltaf svona eftir því sem á leið en slæm voru þau framan af og ekki nógu gott það sem endanlega stóð eftir.

Hæstv. forseti. Við skulum ekki gleyma arfleifð Sjálfstæðisflokksins. Hann reynir núna með útúrsnúningum að drepa henni á dreif. Hann hefur keyrt íslenska þjóð út í mesta skuldafen sem sögur fara af. Arfleifð hans er 20% verðbólga sem rýrði kjörin í landinu. Arfleifð hans eru skuldir sem við erum núna að glíma við. (Forseti hringir.) Þetta er arfleifð Sjálfstæðisflokksins sem hann (Forseti hringir.) getur ekki hlaupist undan, hann verður að (Forseti hringir.) horfast í augu við og útúrsnúningar hér á (Forseti hringir.) útúrsnúninga ofan bjarga honum ekki (Forseti hringir.) frá (Gripið fram í.) því.

(Forseti (EMS): Forseti vill minna hæstv. ráðherra og hv. þingmenn á að hér er talað um fundarstjórn forseta.)