136. löggjafarþing — 133. fundur,  16. apr. 2009.

sjúkraskrár.

170. mál
[15:27]
Horfa

Birgir Ármannsson (S) (um fundarstjórn):

Hæstv. forseti. Ég kveð mér hljóðs um fundarstjórn forseta til að segja hæstv. forseta frá því að nú fyrir stuttu lauk fundi í sérnefnd um stjórnarskrármál og á þeim fundi lögðum við sjálfstæðismenn fram tillögur, bæði sem varða 1. gr. frumvarpsins og 2. gr. frumvarpsins og við þá grein sem snýr að breytingum á stjórnarskránni leggjum við fram tillögu sem er orðrétt sú tillaga sem fulltrúar allra flokka stóðu að í stjórnarskrárnefnd 2007. Skemmst er frá því að segja að fulltrúar meiri hlutans í nefndinni höfnuðu þessari tillögu okkar og töldu ekki ástæðu til að ræða hana frekar í nefndinni og heldur ekki hugmynd okkar að þingsályktunartillögu um fjölskipaða (Forseti hringir.) nefnd til að fara yfir heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar á næstu tveimur árum. (Forseti hringir.) En þingsályktunartillaga frá okkur sjálfstæðismönnum og fleirum (Forseti hringir.) mun koma (Forseti hringir.) fram síðar í dag. Ég vil spyrja (Forseti hringir.) hæstv. forseta (Forseti hringir.) hvað hann (Forseti hringir.) hyggist fyrir um þingstörfin (Forseti hringir.) í ljósi (Forseti hringir.) þeirra upplýsinga (Forseti hringir.) sem nú hafa komið (Forseti hringir.) fram.