136. löggjafarþing — 134. fundur,  17. apr. 2009.

stjórnarskipunarlög.

385. mál
[14:05]
Horfa

Jón Magnússon (S) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Það vantar hér tímaskrá. Ég vildi bera af mér sakir, ekki var talið að það gengi með öðrum hætti svo að ég verð að taka til orða undir fundarstjórn forseta.

Hv. þm. Guðjón Arnar Kristjánsson hélt því fram í þingræðu áðan að ég hefði skipt um skoðun hvað varðar afstöðu til (Forseti hringir.) veiðiheimilda og það er ómaklegt.

Ég vil taka það fram að ekkert í því stjórnarskrárfrumvarpi (Forseti hringir.) sem hér er um að ræða hefur nokkra þýðingu hvað það varðar. Tíminn er ekki búinn. Hér var því ómaklega (Forseti hringir.) komið fram af manni sem er sjálfur kvótaeigandi.