137. löggjafarþing — 1. fundur,  15. maí 2009.

drengskaparheit unnin.

[16:08]
Horfa

Aldursforseti (Jóhanna Sigurðardóttir):

Samkvæmt 2. gr. þingskapa ber þeim alþingismönnum sem nú taka sæti á Alþingi í fyrsta sinn að undirrita drengskaparheit að stjórnarskránni. Af hinum 27 nýkjörnu alþingismönnum hafa 7 áður setið á Alþingi sem varaþingmenn. 20 nýir þingmenn undirrita drengskaparheit á þessum fundi en þeir eru: Ásbjörn Óttarsson, Ásmundur Einar Daðason, Birgitta Jónsdóttir, Gunnar Bragi Sveinsson, Jónína Rós Guðmundsdóttir, Lilja Mósesdóttir, Magnús Orri Schram, Margrét Tryggvadóttir, Oddný G. Harðardóttir, Ólína Þorvarðardóttir, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Sigmundur Ernir Rúnarsson, Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, Sigurður Ingi Jóhannsson, Skúli Helgason, Svandís Svavarsdóttir, Tryggvi Þór Herbertsson, Unnur Brá Konráðsdóttir, Þór Saari og Þráinn Bertelsson.

Ég vil biðja skrifstofustjóra að færa þingmönnum heitstafinn til undirritunar.

 

[20 þingmenn undirrituðu drengskaparheit um að halda stjórnarskrána.]