137. löggjafarþing — 4. fundur,  20. maí 2009.

hlutafélög og einkahlutafélög (eignarhald, kynjahlutföll og starfandi stjórnarformenn).

14. mál
[15:14]
Horfa

Eygló Harðardóttir (F) (andsvar):

Frú forseti. Ég hefði líka mikinn áhuga á að heyra frá hæstv. ráðherra um forgangsröðun ráðuneytisins í sambandi við þau mál sem koma á dagskrá. Það má segja að það sé ýmislegt gott í því máli sem lagt er hérna fram, en spurningin er hvort þetta sé endilega það sem við teljum brýnast í núverandi ástandi, sérstaklega ef þessi mál taka tíma frá hæstv. ráðherra þannig að hann geti ekki sinnt málum sem ég mundi telja mun mikilvægari, eins og að ljúka uppskiptingu bankanna sem kom nýlega fram í fréttum að enn á ný er verið að fresta, og hvort ráðherra telji þetta skipta mestu máli hjá okkur núna, að tryggja að örugglega hugsanlega einhvern tímann verði rétt kynjahlutföll í stjórnum félaga.