137. löggjafarþing — 8. fundur,  28. maí 2009.

aðildarumsókn að Evrópusambandinu.

38. mál
[15:25]
Horfa

Vigdís Hauksdóttir (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég er tilbúin til að hitta þig hér í þinginu, hv. formaður utanríkismálanefndar, hvenær sem er og fara yfir stjórnskipunarréttinn með þér. Úr því að þú tekur mín orð ekki gild, að fullveldisafsal þjóðar skuli vera lagt fram af ríkisstjórn, hvet ég þig til að hafa samband við umboðsmann Alþingis og fá það á hreint. (Forseti hringir.)

(Forseti (UBK): Ég vil minna hv. þingmann á að ávarpa þingmann annaðhvort með fullu nafni eða með kjördæmissæti og ávarpa forseta …)

Er ekki nóg að segja formaður utanríkismálanefndar? (Gripið fram í.) Þá ætla ég að beina orðum mínum að Árna Þór Sigurðssyni, 5. þm. Reykv. n., að hafa samband við hæstv. umboðsmann Alþingis og fá úr því skorið hvert stjórnskipunarferlið er í þessu máli. Það stendur ekkert um fullveldisafsal í stjórnarskránni sem … (Forseti hringir.)

Voru það ekki tvær mínútur sem ég átti að hafa?