137. löggjafarþing — 8. fundur,  28. maí 2009.

aðildarumsókn að Evrópusambandinu.

38. mál
[18:03]
Horfa

Ásmundur Einar Daðason (Vg) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég þakka hv. þm. Pétri H. Blöndal fyrir hans innlegg. Það er nú svo að hver þingmaður er bundinn sannfæringu sinni og stuðningur minn við ríkisstjórnina var með fyrirvara um að ég mundi ekki styðja þessa þingsályktunartillögu, báðir flokkar voru meðvitaðir um það. Já, ég styð þessa ríkisstjórn enda er hún mynduð, eins og kom fram í ræðu minni, um fleiri málefni en þetta eitt. Í þessu máli styð ég ekki þessa tillögu og mun ekki gera það.