137. löggjafarþing — 8. fundur,  28. maí 2009.

aðildarumsókn að Evrópusambandinu.

38. mál
[18:04]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (andsvar):

Frú forseti. Ég veit ekki hvað í huga hv. þingmanns er mikilvægt en í mínum huga er það afskaplega mikilvægt að þjóðin haldi fullveldi sínu og sjálfstæði og það gengur yfirleitt yfir allt annað. Nú er spurningin: Hvaða hagsmunir eru það sem vega meira í huga hv. þingmanns svo hann styðji ríkisstjórnina en þeir að Ísland lendi hugsanlega inni í Evrópusambandinu? Mig langar til að spyrja að þessu. Eru einhverjir hagsmunir hv. þingmanni meira virði en þeir að Ísland tapi fullveldi sínu og sjálfstæði?