137. löggjafarþing — 15. fundur,  5. júní 2009.

umræða um Icesave.

[16:20]
Horfa

Ólína Þorvarðardóttir (Sf):

Virðulegi forseti. Ég kem hér eiginlega algjörlega gáttuð á þeirri umræðu sem hér hefur farið fram fyrst og fremst vegna þeirrar framkomu sem mér finnst einstakir hv. þingmenn sýna í orðavali sínu og málflutningi. Ég hef setið undir því hér fyrr í dag sem stjórnarliði að vera kölluð landráðamaður. Þetta er stórt orð sem ég tek mjög alvarlega og ég vil spyrja hæstv. forseta hver séu hefðbundin viðbrögð við orðnotkun af þessu tagi um leið og ég vil gefa hv. þm. Eygló Harðardóttur kost á því að skýra orð sín betur, (Gripið fram í.) draga þau til baka eða biðjast á þeim afsökunar (Gripið fram í: Nei.) og spyr (Gripið fram í.) hvort hv. þingmaður ætlar sér að standa við þau ... (Gripið fram í.) Fyrirgefðu forseti, (Forseti hringir.) gæti

(Forseti (ÁRJ): Þögn í þingsalnum.)

ég fengið að halda orði mínu hér?

Ég spyr hv. þm. Eygló Harðardóttur: Ætlar hún að standa við þau orð að þeir (Gripið fram í: Já.) stjórnarliðar sem hér sitja í (Forseti hringir.) salnum og (Gripið fram í.) bara eru starfandi á Alþingi Íslendinga séu landráðamenn? (Gripið fram í.) Ég óska eftir svari.