137. löggjafarþing — 22. fundur,  18. júní 2009.

framleiðsla, verðlagning og sala á búvörum.

35. mál
[14:28]
Horfa

Sigurður Ingi Jóhannsson (F):

Frú forseti. Þrátt fyrir að samningurinn innihaldi skerðingar sem kúabændur og sauðfjárbændur eru tilbúnir að taka á sig munum við framsóknarmenn styðja þennan samning, ekki síst í ljósi þess að um er að ræða framlengingu sem hér hefur komið fram, um tvö ár og tvö og hálft ár, á samningum sem við framsóknarmenn erum afar stoltir af að hafi verið gerðir við bændur og að allur þingheimur, allir flokkar, skuli nú sameinast um að festa í sessi.

Við gerum hins vegar ekki greinarmun á því hvort þessari stöðu hafi verið náð með einhliða uppsögn eða því að semja undir þvingunum sem núverandi ríkisstjórn virðist kjósa að setja sig í þegar hún gerir samninga, hvort sem er við bændur eða Breta. Við munum því samþykkja þennan samning.