137. löggjafarþing — 23. fundur,  19. júní 2009.

ráðstafanir í ríkisfjármálum.

118. mál
[12:39]
Horfa

Birkir Jón Jónsson (F) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Ég ætla að gera athugasemd við það á þessum fundi þar sem við ræðum viðamikil mál sem tengjast efnahagslífi landsmanna, niðurskurð gagnvart öryrkjum, öldruðum og barnafjölskyldum, svo fátt eitt sé nefnt, að yfirmaður efnahagsmála í landinu, hæstv. forsætisráðherra Jóhanna Sigurðardóttir, sé ekki viðstödd þessa umræðu í máli ríkisstjórnar sem undir hennar forsæti leggur málið fram. Þess vegna fer ég fram á það við hæstv. forseta að hún boði hæstv. forsætisráðherra tafarlaust til umræðnanna því að við höfum margar spurningar fram að færa við þann hæstv. ráðherra.