137. löggjafarþing — 30. fundur,  30. júní 2009.

skýrsla fjármálaráðherra um áætlun um jöfnuð í ríkisfjármálum 2009--2013.

126. mál
[15:58]
Horfa

Tryggvi Þór Herbertsson (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka innilega fyrir þau svör sem hv. þm. Guðbjartur Hannesson veitti. Hann gekkst greiðlega við því að hann mundi geta sætt sig við um það bil 42% tekjuskatt. (Gripið fram í.) Þú lagðir þarna saman nokkrar tölur og það lenti upp í um það bil 42%.

Hv. þingmaður benti á að ég gæti fjallað aðeins um þessa 20 milljarða. Nú er ljóst að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn vill skoða þetta allt saman á greiðslugrunni og allar áætlanir eru miðaðar við greiðslugrunn. Síðan ber svo við að hérna er einn liður sem er tekinn yfir efnahag sem eru þessir 20 milljarðar, verðbótafærsla á lán Seðlabankans, og ég get fallist á að ef (Forseti hringir.) við værum að fjalla um þetta á rekstrargrunni þá ætti að gera það. En mér finnst það hálfgerð (Forseti hringir.) þvæla að vera að rugla svona aðferðum.