137. löggjafarþing — 32. fundur,  1. júlí 2009.

fjármálafyrirtæki.

85. mál
[15:46]
Horfa

Frsm. meiri hluta viðskn. (Álfheiður Ingadóttir) (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Það tókst ekki, eins og ég sagði, að ljúka þessu máli fyrir 1. júlí og ég hef ekki haft nein önnur orð um það, það tókst því miður ekki. Það var það sem lagt var upp með en tókst ekki.

Ég ítreka það sem ég sagði áðan að ég tel að hér sé heildstætt á málum tekið. Það er vissulega ágreiningur uppi í nefndinni um hvað það er í þrengsta skilningi sem snýr að því sem hv. þingmaður kallaði björgunaraðgerðir til sparisjóðanna. Við sem skipum meiri hluta nefndarinnar teljum að nánast allar breytingar sem gerðar eru á þessum lögum lúti beinlínis eða óbeinlínis að því að koma sparisjóðunum til bjargar, þar á meðal arðgreiðslur, þar á meðal gegnsæi og fleira og fleira. Ég tel ekki að það megi sleppa neinu hér heldur sé þetta heildstæð löggjöf sem muni (Forseti hringir.) verða til þess að styrkja grunn (Forseti hringir.) sparisjóðakerfisins í landinu.