137. löggjafarþing — 32. fundur,  1. júlí 2009.

fjármálafyrirtæki.

85. mál
[18:31]
Horfa

Frsm. minni hluta viðskn. (Guðlaugur Þór Þórðarson) (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég var ekkert að ýja að neinu varðandi hv. þingmann og störf nefndarinnar. Ég ætla bara að segja það hreint út að hv. þingmaður hlustaði ekki á ræðuna mína. Það er algjörlega augljóst og ég bara stend við það hvar og hvenær sem er. Það er bara sjálfsagt og skemmtilegur siður að fara í andsvar. En það er ágætisregla að hlusta fyrst á ræðuna sem viðkomandi flytur áður en maður fer í andsvar. (Gripið fram í.)

Ég sagði það hreint og klárt og það stendur í minnihlutaálitinu að við vorum tilbúin til þess að hjálpa til við að ganga frá þeim þáttum sem sneru að bráðaaðgerðunum. Það kemur fram í minnihlutaálitinu og ég veit ekki hversu oft ég sagði það hér í ræðunni áðan. Um það er ekki deilt.

Það sem eftir stendur er umhverfi sparisjóðanna. Enginn getur haldið því fram með neinum rökum að það sé ljóst þegar við erum búin að samþykkja þessi lög.