137. löggjafarþing — 33. fundur,  2. júlí 2009.

Landsvirkjun.

[10:40]
Horfa

forsætisráðherra (Jóhanna Sigurðardóttir) (Sf):

Hæstv. forseti. Það skal ekkert undan því dregið að staða Landsvirkjunar er afar erfið miðað við þær skuldir sem fram undan eru og þær afborganir sem hún þarf að standa undir. Við því hefur verið brugðist með ákveðnum hætti sem hv. þingmaður lýsti að Seðlabankinn mun koma inn í málið með baktryggingu ef nauðsyn krefur. Auðvitað er miður að lánshæfismat Landsvirkjunar skuli hafa verið lækkað tímabundið en við skulum vona að það sé bara tímabundið og að þær aðgerðir sem ríkisstjórnin og Seðlabankinn hafa gripið til sem bakhjarl ef í óefni stefnir dugi. Ég held að það sé alveg óþarfi að mála skrattann á vegginn í því efni, ég hygg að þær aðgerðir sem gripið hefur verið til muni duga.