137. löggjafarþing — 38. fundur,  10. júlí 2009.

breytingartillaga og umræða um ESB.

[12:01]
Horfa

Róbert Marshall (Sf):

Virðulegur forseti. Ég kveð mér hljóðs undir liðnum um fundarstjórn forseta til að hrósa forseta fyrir fundarstjórn hennar og mildi og líka til að taka það fram að ég fagna því sérstaklega að stjórnmálaflokkurinn sem frá 1995 og í kosningum 1999, 2003, 2007 og 2009 sagði að aðild að Evrópusambandinu væri ekki á dagskrá, málið væri ekki til umræðu, það væri ekki tímabært að ræða það, og svo loksins (Gripið fram í.) þegar það er komið á dagskrá 2009, 12 árum eftir að Sjálfstæðisflokkurinn hóf söng sinn um að málið væri ekki á dagskrá getur það ekki verið nógu mikið á dagskrá fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Batnandi mönnum er best að lifa.