137. löggjafarþing — 44. fundur,  15. júlí 2009.

aðildarumsókn að Evrópusambandinu.

38. mál
[14:17]
Horfa

Þráinn Bertelsson (Bhr) (andsvar):

Virðulegi forseti. Hv. þm. Höskuldur Þórhallsson leiðir mig í freistni með því að fara að tala um spillingu. Það er ekki ráðlegt að koma mér af stað um það umræðuefni hér og nú. (PHB: Er engin spilling í Evrópusambandinu?) Það er spilling um allan heim. Hún er í Evrópusambandinu og víða. En það er sú spilling sem er hérna hjá okkur sem mér er hugleiknust og ég held að það mundi draga úr henni ef við ræddum okkar mál og vandamál stundarinnar opinskátt oftar og ítarlegar en við gerum. (PHB: Og fara ekki í andsvör?) (Gripið fram í.)

Í annan stað vil ég segja hv. þingmanni, þ.e. ítreka það að ég tel Evrópusambandið ekki allra meina bót. (Forseti hringir.)