137. löggjafarþing — 45. fundur,  16. júlí 2009.

aðildarumsókn að Evrópusambandinu.

38. mál
[13:14]
Horfa

Ragnheiður E. Árnadóttir (S):

Virðulegi forseti. Hér höfum við orðið vitni að því að Samfylkingunni hefur tekist að svínbeygja samstarfsflokkinn sinn, innlima Vinstri græna í Samfylkinguna Group. Hér er haldið af stað í vanbúna og illa ígrundaða vegferð þar sem þjóðin fær ekki að ákveða upphafspunkt og fær ekki að eiga síðasta orðið. Þetta er sorglegt og ég segi nei.