137. löggjafarþing — 49. fundur,  11. ág. 2009.

kosning í landskjörstjórn.

[14:08]
Horfa

Margrét Tryggvadóttir (Bhr) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Borgarahreyfingin mótmælir því að hér sé kosið í landskjörstjórn með pólitískum hætti og af pólitískum meiri hluta þingsins. Það er lágmarkskrafa lýðræðisins að hver þingflokkur eigi a.m.k. einn fulltrúa í landskjörstjórn og að í aðdraganda hverra kosninga sé nýjum framboðum einnig gert kleift að koma að borðinu í ákvörðunum landskjörstjórnar. Þessu kerfi verður að breyta ef Ísland á að teljast í fremstu röð lýðræðisríkja.

Í þessu sambandi leyfi ég mér einnig að benda á nýútkomna skýrslu ÖSE um framkvæmd kosninganna í apríl sl.