137. löggjafarþing — 55. fundur,  20. ág. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

136. mál
[17:40]
Horfa

Tryggvi Þór Herbertsson (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Þetta er flókið. Ég hef kosið að líta á þau tvö mál sem við ræðum hér sem nokkuð aðskilin vegna þess að í fyrsta lagi blandast fleiri þjóðir inn í þau. Þjóðverjar blönduðust inn í þau og Norðurlandaþjóðirnar, einhver af Mið-Evrópulöndunum, Bretland og Holland. Það er ótvírætt í mínum huga að ekki eigi að blanda þessum málum saman.

Aftur á móti gætu skuldajöfnunarhugmyndir alveg gengið upp. Ef Bretum ber að greiða okkur skaðabætur getum við auðveldlega skuldajafnað það við skuldirnar vegna Icesave. En ég treysti mér ekki til að skjóta út í loftið.