138. löggjafarþing — 8. fundur,  15. okt. 2009.

nauðsynlegar bráðaaðgerðir vegna alvarlegs ástands efnahagsmála.

3. mál
[15:48]
Horfa

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (S) (andsvar):

Frú forseti. Þetta er einmitt spurning um vinnubrögð. Það er einmitt það sem við sjálfstæðismenn lögðum áherslu á. Það skiptir máli að um þetta sé þverpólitísk samstaða, að þverpólitískur vinnuhópur fari í þetta gríðarlega mikla mál sem er skuldastaða heimilanna. Fyrir vikið er þetta allt í hökti og ég held að betur hefði farið á því að allir flokkar hefðu komið að þessari vinnu.

Gott og vel. Það er ljóst að við fjármálaráðherra erum algerlega ósammála um hvort hægt sé að fara leiðir til úrbóta sem sneiða hjá skattahækkunum. Við komum einmitt með leiðir sem sýna fram á að það er hægt að komast hjá skattahækkunum. Hluti af því er m.a. lífeyrissjóðaleiðin sem við höfum bent á en ekki síður að fara í mannaflsfrekar framkvæmdir og ég frábið mér tal um að það séu eingöngu álver. Við erum líka að tala um gagnaver, virkjanakosti í víðu samhengi fyrir íslenskt atvinnulíf. Þar skilur okkur að, sjálfstæðismenn og vinstri græna. Við viljum fara í framkvæmdir og stuðla að því að við höldum uppi atvinnulífinu með aðgerðum (Forseti hringir.) sem ýta undir það en kaffæra það ekki með skattahækkunum. Þar skilur okkur að, það er rétt.