138. löggjafarþing — 11. fundur,  20. okt. 2009.

afturköllun á ákvörðun umhverfisráðherra um Suðvesturlínu.

11. mál
[20:43]
Horfa

Flm. (Ragnheiður E. Árnadóttir) (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Við tökum þessa umræðu um skipulagið í þessum ágætu hreppum síðar. En ég fagna því að von sé á úrskurði þaðan. Ef heimamenn eru farnir að tefja málið eru það ekki sömu heimamenn og eru í stöðugu sambandi við mig vegna þess að mér hefur skilist á þeim að þeir séu orðnir mjög óþreyjufullir eftir þessum úrskurði, sem eðlilegt er.

Ég þakka ráðherranum enn og aftur fyrir umræðuna og ég skora á hana af öllu mínu hjarta og í anda góðrar stjórnsýslu að taka sig nú til og viðurkenna að hún hafi aðeins hlaupið á sig í þessu máli, snúa við þessum úrskurði, að það þurfi ekki að bíða eftir að þessi þingsályktun verði samþykkt þannig að við getum öll farið að vinna vinnuna okkar og koma hjólunum af stað.