138. löggjafarþing — 13. fundur,  22. okt. 2009.

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn.

[10:37]
Horfa

utanríkisráðherra (Össur Skarphéðinsson) (Sf):

Frú forseti. Ég hef þá reynslu af hv. þingmanni að hann hefur skilningarvitin í bærilegu lagi, hann heyrir vel og talar jafnvel enn betur þótt hann tali stundum of mikið. En hann hefur heyrt það mörgum sinnum m.a. af munni hæstv. forsætisráðherra úr ræðustól Alþingis mótmæli gegn því sem þarna gerðist. (Gripið fram í.)

Hins vegar er óskaplega erfitt að átta sig á afstöðu Sjálfstæðisflokksins til ýmissa stórmála. Ég nefni Icesave og ég nefni Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Í báðum þessum málum hefur orðið fullkominn hringsnúningur í afstöðu flokksins og það er merkilegt að sjá að það er hægt að tímasetja þennan hringsnúning við ritstjóraskipti í Hádegismóum. [Hlátur í þingsal.]